Fara í efni

Fjórir dagar í þorrablót og eitt bókasafnskvöld

Deila frétt:

 

Bókasafnið í Ásgarði verður opið að venju miðvikudagskvöldið 20. janúar, kl. 20-22.

Svana bókaormur hefur verið iðin við að ná inn jólabókunum til að saxa niður biðlistann eftir þeim.

 

 

 

Nú eru bara fjórir dagar í þorrablót, eins gott að tryggja sér miða á morgun, því uppselt hefur verið á blótið sl ár.

 

Miðapantanir miðvikudaginn 20. janúar 

kl. 15:30-17:30 í síma 566-7028

 

Síðan er tilvalið að fara að hita sig upp fyrir fjöldasönginn

 

Fósturlandsins Freyja-Kjósarblót 2015

 

Táp og fjör- Kjósarblót 2015:

 

Kvenfélagskonur hafa verið mjög  leyndardómsfullar, en það sást til þeirra víða um sveitina síðasta laugardag með Landa-Gísla í eftirdragi.

Auk þess hafa þær hertekið herbergi í Ásgarð og neita að hleypa sveitungunum inn ... hvað skyldi þeim detta nú í hug ?