Fjörtíu og níu "Senjorítur" á ferð um Kjósina
Kvennakórinn Senjoríturnar eru konur úr kvennakór Reykjavíkur sem eru orðnar 60 ára og eldri. Í dag, þann 17. mái 2011, voru Senjoríturnar á ferðinni í Kjós.
Senjoríturnar eru konur frá sextugu og upp í nírætt - eldhressar konur - og hefur kórinn starfað í 15 ár. Fararstjórinn og skipuleggjandi ferðarinnar var Hólmfríður Gísladóttir, ein af Senjorítunum, en hún var skólastjóri í Ásgarðsskóla í um 10 ár á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar. Senjoríturnar komu víða við á ferð sinni í Kjósinni heimsóttu meðal annars Gæludýragrafreitinn á Hurðarbaki, Kaffi Kjós, Félagsgarð, Reynivelli. Þær skoðuðu skógræktina í Brynjudalnum en enduðu svo daginn í þriggja rétta máltíð hjá kvenfélaginu í Ásgarði. Eftir matinn var dansinn stiginn á planinu fyrir framan Ásgarð og alla leið út í
rútu. Senjoríturnar voru mjög ánægðar með ferðina og mótttökurnar í Kjósinni og voru sumar reyndar mjög hissa á hvað Kjósin væri víðfem og skartaði mikilli náttúrufegurð.