Fara í efni

Flestar jarðir í Kjósarhreppi á Náttúruminjaskrá

Deila frétt:

Jarðfasti steinninn Steðji sem stendur á eða við Skeiðhól í Hvalfirði, var friðlýstur ásamt nánasta umhverfi árið 1974. Það var formaður Náttúruverndarnefndar Kjósarsýslu; Oddur Andrésson á Neðri-Hálsi sem hafði frumkvæði af friðlýsingunni. Með friðlýsingunni er steininn náttúruvætti samkvæmt Náttúruminjalögum. Samkvæmt frumgögnum, sem aflað hefur verið hjá Þjóðskjalasafni var það Samson Samsonarson bóndi og eigandi Hvammsvíkur sem veitti samþykki sitt fyrir friðlýsingunni. Um var að ræða nánar tilgreint land samkvæmt uppdrætti sem birtur var með auglýsingu í Lögbirtingablaðinu 22. mars 1974. Er það land u.þ.b. 0,4 hektari. Athygli vekur að í gögnum frá Umhverfisstofnun er landsvæðið talið 7 ha. Ekki hefur komið í ljós hvaðan þetta misræmi er upprunnið en unnið er að því að yfirfara grunngögn varðandi friðlýsingar í Kjósarhreppi. Fram hefur komið gagnrýni af hálfu landeigenda í hreppnum að ekki hafi verið haft samráð þegar stærsti hluti hreppsins var settur á Náttúruninjaskrá 1995 og það sé illa til þess fallið að ná raunverulegum árangri í náttúruvernd. Að land sé á skránni þíðir nokkuð íþyngjandi ákvæði varðandi framkvæmdir og  að ríkið öðlast forkaupsrétt á viðkomandi landi. Flestar jarðir í Kjósarhreppi eru seldar undir þessi ákvæði.

 

Skjal Náttútuverndarráðs

Auglýsing og afmörkun