Fara í efni

Flottustu hrútarnir 2015

Deila frétt:

 

Hrútarnir úr Kjósinni voru sigursælir á sameiginlegri hrútasýning fyrir Mosfellsbæ, Kjalarnes og Kjós, sem var haldin að Kiðafelli í Kjós nýlega.

 

Sigurvegari í flokki veturgamalla hrúta, og þar með handhafi Héraðsskjaldarins,

var Ljóri frá Meðalfelli í Kjós. Eigendur: Sigurþór og Sibba.

2. verðlaun Djúpur frá Kiðafelli í Kjós. Eigandi: Sigurbjörn

3. verðlaun Borginmóði frá Reykjum í Mosfellsbæ (keyptur frá Miðdal í Kjós). Eigandi: Ingibjörg Ásta

 

Í flokknum Lambhrútar-hvítir var niðurstaðan;

1.sæti Hrútur nr. 428 frá Kiðafelli í Kjós. Eigandi: Sigurbjörn

2.sæti Hrútur nr. 381 frá Grímsstöðum í Kjós. Eigendur: Ásta og Hreiðar

3. sæti Hrútur nr. 244 frá Kiðafelli í Kjós. Eigandi Sigurbjörn

 

Í flokknum Lambhrútar - kollóttir og mislitir var niðurstaðan:

1. sæti Hrútur nr. 19 frá Kiðafelli í Kjós. Eigandi: Sigurbjörn

2. sæti Svarti haninn frá Hraðastöðum í Mosfellsbæ. Eigandi: Baddi

3. sæti Golli frá Kiðafelli í Kjós. Eigandi: Björgvin Sigurbergsson

 

Fleiri myndir frá hrútasýningunni má finna inn á þessari slóð:  http://www.kjos.is/pages/myndaalbum/hrutasyning-2015/