Fara í efni

Flúormengun frá Grundartanga veldur gaddi í grasbítum

Deila frétt:

 

 

 

 

 

Samkvæmt niðurstöðum umhverfisvöktunar 2007 fyrir iðnaðarsvæðið á Grundartanga var styrkur flúors í tönnum og kjálkum sauðfjár sem barst til rannsóknar að Keldum yfir þeim mörkum þar sem hætta er talin vera á tannskemmdum vegna flúors. Í vettvangsskoðun  sá dýralæknir breytingar á tönn kindar í Hvalfirði sem hann telur vera byrjun á gaddi, en gaddur myndast í grasbítum ef styrkur flúors í gróðri fer yfir ákveðin mörk og er það þekkt fyrirbæri í kjölfar eldgosa.  Þá kemur fram í vöktunarskýrslunni að gildi flúors í grasi ,laufi, og barri hefur í flestum tilfellum margfaldast frá þeim tíma, áður en framleiðsla álversins á Grundartanga hófst.