Fara í efni

Folaldasýning Adams

Deila frétt:

Úrslit frá folaldasýningu Adams.

 

Folaldasýning Adams fór fram um síðustu helgi. Mikil þátttaka var hjá félaginu, en alls voru skráð 27 folöld til leiks. Dómarar voru þeir Hjörleifur Jónsson og Smári Njálsson, og þakkar Adam þeim kærlega fyrir sitt framlag.

Fjöldi manns kom til að fylgjast með, og þrátt fyrir kulda skemmti fólk sér vel. Glæsilegasta folaldið í eigu Adamsfélaga og glæsilegasta folald sýningarinnar var Uppbót frá Miðdal í Kjós.

Ekkert varð að hrossauppboði, sem bíður betri tíma.

Adam þakkar öllum þeim sem komu að og á sýninguna kærlega fyrir.

Stjórn Adams.

 

Hestar:

1 . Þorvar frá Morastöðum– jarpur.

F: Kolur frá Morastöðum.

M: Dagrún frá Morastöðum.

Eigendur: María Dóra Þórarinsdóttir og Þorvar Ingi Þórarinsson.

Ræktandi: María Dóra Þórarinsdóttir.

2.  Vígaþór frá Hveravík.–mósóttur

F: Máttur frá Leirubakka

M: Bylta frá Leifsstöðum 1.

Eigandi og ræktandi:  Jóhanna Þorbjargardóttir og  Þorbjörg Sigurðardóttir.

3.  Kraflar frá Hveravík.-brúnstjörnóttur.

F: Víðir frá Prestbakka.

M: Lísa frá Helguhvammi.

Eigandi og ræktandi: Jóhanna Þorbjargardóttir

4.  Ferró frá Flekkudal.-Brúnn

M:  Björk frá Vindási

F : Glymur frá Flekkudal

Eigendi og ræktendi : Sigurður  í Flekkudal

5.  Vængur frá Þúfu í Kjós– rauðskjóttur/stjörnóttur

F: Hákon frá Ragnheiðarstöðum

M: Líney frá Þúfu í Kjós.

Eigandi og ræktandi: Guðríður Gunnarsdóttir.

 

Merar:

1.  Uppbót frá Miðdal– brún

M: Taug frá Miðdal

F: Aldur frá Brautarholti.

Eigendur og ræktendur: Guðmundur og Svanborg í Miðdal.

2.  Uggandi frá Flekkudal

M:  Kvika frá Flekkudal

F:   Uggi frá Bergi

Eigandi og ræktandi Guðný í Flekkudal

3.  Sóldögg Frá Þorláksstöðum

M: Vorsól frá Þorláksstöðum

F: Sólbjartur frá Flekkudal.

Eigandi og ræktandi: Kristjárn Bjarnason.

4.  Signý frá Flekkudal

M: Auðna frá Hlíðarfæti

F:   Vökull frá Síðu.

Eigandur og ræktendur: Sigurður og Guðný í Flekkudal.

5.  Halla frá Flekkudal.

M: Pyttla frá Flekkudal

F:  Sær frá Bakkakoti

Eigandi og ræktandi: Guðný í Flekkudal.