Fara í efni

Folaldasýning Adams

Deila frétt:

Af týpískum óviðráðanlegum ástæðum, hefur folaldasýningu Adams verið frestað til laugardagsins 6. desember. Sem reyndar er bara frábært, því þá geta gestir slegið tvær flugur í einu höggi. Sama dag er aðventumarkaðurinn í Félagsgarði í Kjós. Þar er hægt að gera frábær kaup í hinum ýmsu hannyrðum og mat, t.d. jólakhangikjöti og ýmsu fleiru. Nú, svo er þar hægt að fá rjúkandi heitt kakó og rjómagúmelaði.

 

Folaldasýningin hefst kl. 13 í Boganum á Þúfu í Kjós. Skráningar þarf að senda eigi síðar en fimmtudaginn 4.desember.  Ef folald er grunnskráð er nóg að fram komi nafn og fæðingarnúmer, annars þarf nafn, uppruna , lit og nafn föður og móður ásamt nafni eiganda og ræktanda. Skráningar þarf að senda á netfangið: bjossi@icelandic-horses.is eða  með SMS á 895-7745. Skráningargjald er kr. 2000 á folald. Gestir geta fengið sér gómsæta grillaða Bogaborgara og eitthvað ískalt með. ATH. Þátttökugjöld þarf að greiða á staðnum með seðlum og sama á við á borgarabarnum. Ath. Ekki er hraðbanki á staðnum, skrítið.

 

Dómarparið er skipað engum smá köppum og mannvitsbrekkum, en þeir eru: Dr. Þorvaldur Kristjánsson, sem ekki verður í neinni vörn í þetta sinn enda veit maðurinn meira um „áhrif sköpulags og arfgerðar í DMRT3erfðavísinum á ganghæfni íslenskra hrossa“ en nokkur annar. Og Magnús Benediktsson; MR. Hrossrækt sjálfur og fjölda framkvæmdastjóri. Ef þessir kappar gefa folöldum ekki grænt ljós, geta menn hreinlega farið með þau á jólamarkaðinn strax að lokinni sýningunni.

 

Sjáumst hress og kát í Kjósinni

Stjórn Adams.