Fara í efni

Folaldasýning Adams

Deila frétt:

Stefanie Scheidgen og Fenrir, glæsilegasta folald sýningarinnar.

Folaldasýning Adams

Hestamannafélagið Adam í Kjós hélt folaldasýningu í Miðdal í Kjós síðastliðinn laugardag.  Dómari á sýningunni var hinni kunni hestafræðingur, Magnús Lárusson, sem ásamt dómstörfum, uppfræddi gesti sýningarinnar um byggingu og þroska hestfolalda og sýndi þaulvönum hestamönnum hvernig reka skuli til folöld á slíkum sýningum.

Á sýninguna mættu með folöld sín hrossaræktendur í Kjósinni.  Verðlaunað var fyrir fyrstu þrjú sæti í flokki hestfolalda og flokki merfolalda og dæmt var um glæsilegasta folald sýningarinnar í eigu félagsmanns í Adam.   Margir gestir mættu á sýninguna, sem fór fram í frábærri aðstöðu hjá Miðdalshjónunum Svönu og Guðmundi.

Úrslit sýningarinnar voru þessi:

Merfolöld:

1. Sólbirta frá Miðdal.   Móðir:  Ská frá Miðdal.  Faðir:  Sólbjartur frá Flekkudal.
   Eigendur og ræktendur:  Svanborg Magnúsdóttir og Guðmundur Davíðsson.

2. Kolbrún frá Flekkudal.  Móðir:  Æsa frá Flekkudal.  Faðir:  Stáli frá Kjarri.
   Eigandi og ræktandi:   Guðný G. Ívarsdóttir.

3. Ísey frá Litla-Bæ.  Móðir:  Glóða frá Þórukoti.  Faðir:  Atli frá Efri -Fitjum.
   Eigandi og ræktandi:  Irena Kamp.

Hestfolöld:

1. Fenrir frá Strönd II.  Móðir:  Glámblesa frá Strönd II..  Faðir:  Blakkur frá Hvítanesi. 
   Eigandi og ræktandi:   Stefanie Scheidgen..

2. Sólon frá Flekkudal.  Móðir:  Tilvera frá Flekkudal.  Faðir:  Sólbjartur frá Flekkudal.
   Eigandi og ræktandi:  Guðný G. Ívarsdóttir.

3. Draumur frá Flekkudal.  Móðir:  Halla frá Flekkudal.  Faðir:  Hrannar frá Flugumýri.
   Eigandi og ræktandi:   Guðný G. Ívarsdóttir.

Glæsilegasta folald sýningarinnar í eigu félgagsmanns í Adam var Fenrir frá Strönd II, sem er í eigu Stefanie Scheidgen.

Verðlaunað fyrir merfolöld.  Svanborg, Guðný og Irena.