Folaldasýning Adams
Hestamannafélagið Adam í Kjós heldur árlega folaldasýningu sína í „Boganum“ við Þúfu í Kjós þann 5. desember næstkomandi og hefst hún stundvíslega kl. 11:00. „Landskunnir“ dómarar dæma um gæði folalda og verður keppt í tveimur flokkum, merfolöld og hestfolöld.
Verðlaunað verður fyrir fyrstu þrjú sæti í hvorum flokki en jafnframt verður afhentur farandbikar fyrir glæsilegasta folald sýningarinnar og verður það að vera í eigu Adamsfélaga. Allir eru boðnir velkomnir til þátttöku, Adamsfélagar sem og aðrir hrossaræktendur.
Á sýningunni er fyrirhugað að kynna hæst dæmdu merina undan Adami frá Meðalfelli, heiðursverðlaunahryssuna Pyttlu frá Flekkudal.
Skráningagjald fyrir hvert folald er kr. 1.500,- og þarf að greiða skráningagjaldið með peningum til gjaldkera Adams við upphaf sýningarinnar. Tilkynning um þátttöku þarf að berast fyrir kl. 24:00 miðvikudaginn 2. desember næstkomandi en í tilkynningunni þarf að upplýsa nafn folalds, lit, nafn móður og nafn föður. Tilkynningu um þátttöku skal senda með tölvupósti í odinn@fulltingi.isog/eða flekkudalur@gmail.com.
Boðið verður uppá léttar veitingar á staðnum á hóflegu verði. Þar sem ekki er tekið við greiðslukortum á sýningunni verða veitingar aðeins greiddar með peningum.