Folaldasýning hestamannafélagsins Adams í Kjós.
Hestamannafélagið Adam stóð fyrir folaldasýningu um helgina. Sýningin fór fram í Laxárnesi og var þátttaka mjög góð, en alls voru sýnd 16 folöld og yfir 40 manns komu til að fylgjast með. Dómari var Magnús Lárusson og var sýningin mjög skemmtileg og lífleg undir hans stjórn.
Þess má geta að hestamannafélagið Adam er yngsta og líklega minnsta hestamannafélag landsins, en stærðin hefur ekki háð félaginu þ.s. starfsemin hefur verið með líflegasta móti. Þegar hafa verið haldin tvö velheppnuð fræðslukvöld auk þess sem félagið hefur ýmislegt á prjónunum til að hleypa frekari lífi í hestamennskuna í Kjósinni. Hestamenn í Kjós hafa unnið að gerð reiðvega um sveitina og hyggja á að gera stórátak í þeim efnum.
Úrslitin á folaldasýningu Adams 2007 voru eftirfarandi: