Folaldasýning - Úrslit
Þá er bráðskemmtilegri folaldasýningu Adams lokið. Þátttaka var einstaklega góð, en alls mættu 21 folald til leiks. Kristinn Hugason, fyrrverandi hrossaræktarráðunautur, sá um dóma og gaf hverju folaldi einkunn auk umsagnar. Mörg mjög álitleg folöld voru í hópnum, enda flest mjög vel ættuð og nokkur undan 1 verðlauna merum, og flest undan 1 verðlauna hestum. Folöldunum var skipt í tvo hópa; merar og hesta, en skipting milli kynja var mjög jöfn. Þrjú efstu folöldin í hvorum flokki voru verðlaunuð, en svo skemmtilega vildi til að efstu folöldin í hvorum flokki voru með nákvæmlega jafna einkunn.
Dómari valdi síðan „glæsilegasta folaldið“ og valdi hann Gulltoppu frá Hvammsvík, sem er úr ræktun formanns Adams. Hlaut hún að launum bikar og farandsstyttu.
Úrslit urðu eftirfarandi:
Í flokki hestfolalda:
1. Sæti: Álfakóngur frá Þúfu – Einkunn 8,75
2. Sæti: Kliður frá Flekkudal – Einkunn 8,50+
3. Sæti: Hrynjandi frá Þorláksstöðum – Einkunn 8,50
Í flokki merfolalda:
1. Sæti: Gulltoppa frá Hvammssvík. – Einkunn 8,75
2. Sæti: Samba frá Þúfu- Einkunn 8,50
3. Sæti: Esja frá Eilífsdal – Einkunn 8,0 +