Fara í efni

Formaður Veiðifélagsins veiddi fyrsta laxinn

Deila frétt:

Veiði hófst í Laxá í Kjós 19. júní. Á fyrsta degi veiðitímabilsins veiða í ánni stjórn Veiðifélags Kjósarhrepps auk leigutaka. Jóhanna Hreinsdóttir í Káraneskoti taldi töluvert af laxi genginn í ánna, en hún veiddi fyrsta laxinn á síðasta veiðitímabili. Veiðin hófst nokkru seinna en venja hefur verið þar sem laxinn virðist vera farinn að gangs seinna uppí ánna. Hreiðar Grímsson á Grímstöðum sagði tíðindamanni kjos.is að fremur lítið vatn væri í ánni. Fyrsti laxinn kom á land um kl. 8:30 og var það formaður Veiðifélagsins sem landaði honum, Ólafur Þór Ólafsson á Valdastöðum