Formáli að Aðalskipulagi Kjósarhrepps
03.10.2007
Deila frétt:

Aðalskipulag Kjósarhrepps 2005-2017 hefur verið unnið og hlotið samþykki af til þess bærum stjórnvöldum. Skipulagið byggir á Svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins með áornum breytingum til samræmis við aðalskipulagsáætlun Kjósarhrepps.
Kjósarhreppur er víðfeðmasta sveitafélag höfuðborgarsvæðisins og skipar sér í sérstöðu á meðal þeirra, með tilliti til landnotkunar og fjölda íbúa. Sveitarfélagið er fyrst og fremst landbúnaðarsvæði líkt og í öndverðu og verður það áfram enn um sinn. Framleiðsla búvara hefur verið aðal atvinnugrein íbúanna um aldir. Það er höfuð einkenni skipulagsáætlunar að land sé skipulagt að stærstum hluta sem landbúnaðarsvæði.