Fara í efni

Forsætisráðuneytið fer á svig við lög um íslenska þjóðfánann

Deila frétt:

Svo virðist að lög nr.34/1944 um þjóðfána íslendinga séu brotin hjá forsætisráðuneytinu.

 Í 6.gr. lagana segir: “Þjóðfánann skal draga að hún á þar til gerðri stöng. Á húsum getur stöngin verið annaðhvort beint upp af þaki hússins eða gengið út frá hlið þess, enda sé stönginni í báðum tilfellum komið fyrir á smekklegan hátt”.

Fánastöng sem er á húsi forsætisráðaneytisins er hvorki beint uppúr þaki hússins né út frá hlið hússins. Stöngin er fest utaná húsið og vísar beint upp en ekki út frá húsi.

Að auki verður ekki sagt að henni sé smekklega fyrirkomið. Á framstafni hússins er hringlaga gluggi sem stöngin skyggir á, og dregur úr glæsileika hússins. Að auki ber á að rið frá stangarfestingu smiti á stafn hússins.