Fara í efni

Fossárétt forðað að sökkva í dý

Deila frétt:

Vegageðin í Borgarnesi hefur látið gera úrbætur við réttina við Fossá í Hvalfirði. Þegar nýr vegur var lagður neðan við réttina seint á síðustu öld var þess ekki gætt að náttúruleg framræsla fengi sín notið, þannig að vatn  sem á upptök sín ofan við réttina hafði ekki greiða framrás. Var því réttin gjarnan umflotinn vatni sem jók á jarðvegsmyndun og hamlaði umferð fólks við hana. Réttin er friðlýst sem menningarminjar og hefur mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn.

Gerð hefur verið framræslurás utan við rétttinna og yfir hana sett snotur göngubrú.

Smellið hér til að skoða umfjöllun un landnám og réttir í Kjós á síðunni ferlir.is

sh