Fara í efni

Frá Aðalfundi SF.Kjós 2011

Deila frétt:

Aðalfundur SF.Kjós  2011 var haldinn í Ásgarði  þann 7 desember s.l.

Að afloknum hefðbundnum aðalfundarstörfum þar sem stjórn félagsins var endurkjörin, en hana skipa Guðmundur Davíðsson, María D. Þórarinsdóttir og Hreiðar Grímsson, tóku gestir fundarins til máls fyrst Sigurgeir Sindri, formaður Landssamtaka Sauðfjárbænda, hann kynnti fyrir okkur öll þau málefni sem Landssamtökin eru að kljást við þessa dagana  og Árni B. Bragason, frá  Bú-Vest, kom og upplýsti um  framgang kynbótastarfsins  í félaginu okkar.   Góðar umræður urðu á fundinum  um hin ýmsu mál er snúa að sauðfjárræktinni. 

Fundurinn sendi frá sér  2 ályktanir.

1.    Sent  MAST, LS og Ólafi Dýrmundssyni.

Aðalfundur SF. Kjós haldinn í Ásgarði 7. des. 2011 samþykkir að beina því til Mast að endurskoða reglur um ómerkt fé sem kemur til slátrunar,eða leita eftir undanþágu frá þessu ákvæði,eða finna einhverja leið t.d. með útgáfu sérstakra merkja sem sveitarfélög og upprekstrarfélög geta fengið úthlutað frá Mast, svo hægt sé að nýta þessa gripi á eðlilegan hátt.

Ótækt er að ómerkt fé og annað  óskilafé sé sent til urðunar frá sláturhúsum í stað þess að andvirði þess renni til sameiginlegra sjóða eins og verið hefur, enda verða upprekstrarfélög/ sveitarfélög fyrir kostnaði vegna þessa fjár.

Hætta er á að fé þessu verði ekki skilað í sláturhús eins og verið hefur heldur verði farið að ráðstafa því með öðrum hætti.

2.     Sent Tölvudeild BÍ og  LS.                                                     

Aðalfundur SF.Kjós haldinn í Ásgarði þann 7.12.2011, samþykkir að skora á tölvudeild BÍ, þ.e. forritara og umsjónarmenn Fjárvíss, að athuga hvort ekki væri hægt að setja upp pörunarforrit í fjárvís, samskonar og er í Worldfeng, þar sem hægt er að para saman einstaklinga og jafnvel hópa og sjá skyldleika þeirra (%), mögulega liti, og kynbótaspá.

Stjórn SF.Kjós.