Frá félagi sumarhúsaeigenda við Meðalfellsvatn
15.05.2008
Deila frétt:
Komið er út fréttabréf FSM vorið 2008. HÉR er hægt að skoða bréfið í frumútgáfu
Aðalfundur félagsins var haldinn 10. apríl s.l. Fundurinn var að þessu sinni haldinn í Kaffi Kjós og mæltist það vel fyrir. Um sjötíu manns komu á fundinn.
Auk skýrslu stjórnar og reikninga félagsins voru helstu mál þessi: Nýr aðili hefur leigt veiðiréttinn í vatninu og er leiguhafi Veiðikortið. Félagsmönnum bjóðast sambærileg kjör og áður, en veiðikortið gildir einnig í mörg önnur vötn. Þá var rætt um umhverfismál, umferð og hreinsunar.