Fara í efni

Frá umsjónamanni kjos.is

Deila frétt:

Meirihluti fulltrúa í hreppsnefnd Kjósarhrepps samþykkti að loka möguleika tímabundið á heimasíðu hreppsins kjos.is fyrir að lesendur geti gefið álit sitt á fréttum sem skrifaðar eru á síðuna. Jafnframt að staðfesta fundagerð  Upplýsinga-og fjarskiptanefndar sem felur í sér að vefstjóra er gert að fjarlæga t.t. skrif á síðunni.

Aðdragandinn að þessari ákvörðun eru skrif; fyrst og fremst tveggja einstaklinga, sem þykja ekki við hæfi á opinberri síðu hreppsins.

Heimasíða hreppsins hefur verið þannig sett upp frá upphafi að leyft hefur verið að skrifa álit við fréttir. Hefur þetta fyrirkomulag reynst með ágætum og gert síðuna að vettvangi til að skapa frjóa umræðu um málefni sem fjallað er um hverju sinni. Jafnframt hefur þetta fyrirkomulag gætt síðuna auknu lífi, skemmtanagildi og aukið umferð um hana.

Það er því hryggilegt að nú hafi það gerst að skrif hafa verið sett inn á vefinn sem misbjóða velsæmiskennd lesenda og leiði til þessara málaloka.

Eðli málsins samkvæmt stendur kjos.is frammi fyrir sama vanda og aðrir fjölmiðlar hvað þetta varðar og hafa sumir þeirra þurft að grípa til ritskoðunar og /eða að áskilja sér rétt til að fjarlæga ósæmilegan málflutning. Það hlýtur samt sem áður að vera neyðarráðstafanir sem í lengstu lög er ekki gripið til, enda má búa við ýmislegt þegar málflutningurinn er með þeim hætti að hann dæmir sig sjálfur og hitti helst fyrir og opinberar fúna innviði þess sem skrifar.

Hönd undirritaðs er því þung í þeirri vinnu sem framkvæma þarf, til að afmá athugasemdir sem settar hafa verið inn á áðurskrifaðar fréttir, en hér eftir, vonandi tímabundið, verður ekki boðið uppá þann valkost að skrifa athugasemdir við fréttir.

Sigurbjörn Hjaltason