Fara í efni

Fræðsluspjöld komin á áningastaði

Deila frétt:

Komið hefur verið upp upplýsinga- og fræðsluskiltum á þremur áningastöðum í hreppnum. Það var Umhverfis-og ferðamálanefnd Kjósarhrepps sem hafði veg og vanda að gerð skiltanna. Aflaði nefndin verulegra fjárstyrkja til verkefnisins. Áningastaðirnir eru á Leitinu utan við Hvítanes, við Meðalfellsvatn og ofan við Hvalfjarðareyri. Áætlað er að halda þessu verkefni  áfram og koma upp áningastöðum upp við Laxá, Möðruvallarétt og ofan við Hurðarbakssef. Þá hefur fengist styrkur úr Ferðamálasjóði til að  bæta aðstöðu við Steðja og Maríuhöfn. Mun Umhverfisstofnun og Fornleifastofnum leggja til upplýsingaspjöld á þá staði.