Framboðsfundur í Félagsgarði í kvöld
25.04.2013
Deila frétt:
Boðað er til framboðsfundar í Félagsgarði í Kjós í kvöld, 25. apríl kl 20:00 vegna kosninga til Alþingis þann 27. apríl. Sex stærstu framboðunum var boðið að senda fulltrúa á fundinn eða þeim sem skoðanakannanir hafa sýnt að nái inn mönnum á þing. Nær öll hafa sýnt áhuga og ætla að mæta.
Boðið er uppá að hver fulltrúi hafi framsögu í ca 5-10 mínútur og taki síðan á móti spurningum úr sal.
Málefnin sem brenna á Kjósverjum eru meðal annars, staða íslensks landbúnaðar, samgöngu- og fjarskiptamál og hitaveita í Kjósarhreppi.
Íbúar og aðrir sem láta sig málin varða eru hvattir til að mæta á fundinn, láta álit sitt í ljós og beina spurningum og heyra loforð frambjóðenda.