Fara í efni

Frétt á kjos.is reyndist frétt Páskana

Deila frétt:

Algjört aðsóknarmet var á kjos.is sl. mánudag. Ástæða þess var birting fréttar um beinafund í sumarhúsahverfi að kvöldi sunnudags. Kjos.is var fyrst fjölmiðla með þessa frétt. Mbl.is birti síðan fréttina beint af vef Kjósarhrepps að morgni mánudags og síðan hver fjölmiðillinn á eftir öðrum. Fjölmiðlarnir áttu mjög erfitt með að afla sé sjálfsstæðra upplýsingar um málið og var því mikið álag á tíðindamanni kjos.is, þar sem aðrir leituðu eftir að finna fundarstaðinn og  fólk sem gæti gefið upplýsingar.

Vegna rannsóknarhagsmuna og trúnaðar við heimildarmenn kjos.is var því miður ekki hægt að gefa upp neinar haldbærar upplýsingar.

Seinni part þriðjudags var fjölmiðlum sagt að von væri á nýjum upplýsingum um málið og í birtingu  kjölfar þeirra varð algjör örtröð á kjos.is

Alls voru á 6.þúsund síðuflettingar á vefnum og var hann heimsóttur frá tæpum tuttugu þjóðlöndum.