Fara í efni

Frétt frá hestamannafélaginu Adam

Deila frétt:

Tamningameistarinn Benedikt Líndal sótti Kjósverja heim ( í gær) með annsi vel heppnaða fræðslu um frumtamningar og þjálfun hrossa. Kynningin fór fram í Ásgarði á vegum hins nýstofnaða hestamannafélags Adam. Hlýddu sveitungar á fræðslu um tamningar og þjálfun, og spurðu síðan meistarann út í lausnir á hinum ýmsu málum sem  menn eru að glíma við í tamningum hrossa sinna. Benni sýndi einnig samantekt úr þeim tamningar myndböndum sem hann hefur gert. Var þetta bæði fróðleg og skemmtileg kvöldstund í alla staði. Hestamannafélagið Adam vill sérstaklega þakka Fínafli ehf eða Laxárnesbændum þann höfðingsskap að fjármagna þessa uppákomu.