Frétt frá því í fyrra á kjos.is
01.12.2008
Deila frétt:
Jólamarkaðurinn í Félagsgarði sem haldinn var helgina 8. og 9. desember 2007 fór vel fram og una bæði söluaðilar og viðskiptavinir hag sínum vel að honum afloknum. Heimareykta sauðakjötið varð fljótt uppselt og góð sala var í nautakjöti og fiskmeti úr Þingvallavatni. Sama má segja um aðrar vörur sem á boðstólum voru. Þá gekk veitingasala kvenfélagsins vel, enda veitingar ríkulegar. Myndirnar sem birtar eru hér að neðan voru teknar í upphafi markaðarins þegar allt var orðið klárt.