Fara í efni

Fréttatilkynning frá Umhverfisvaktinni við Hvalfjörð

Deila frétt:
Umhverfisvaktin við Hvalfjörð hefur skorað á Umhverfisstofnun, að hefja nú þegar endurskoðun á starfsleyfum stóriðjufyrirtækjanna á Grundartanga og á lögum og reglugerðum sem tengjast starfsleyfunum, með það fyrir augum að færa ábyrgð á framkvæmd mengunarmælinga frá stóriðjufyrirtækjunum til óháðra opinberra aðila. Umhverfisvöktun getur eðli málsins samkvæmt ekki verið trúverðug ef hinn mengandi aðili hefur ábyrgðarhlutverki að gegna við mengunarmælingar og skýrslugerð.
Að gefnu tilefni  beinir Umhverfisvaktin við Hvalfjörð einnig þeirri áskorun til Umhverfisstofnunar að hún beiti sér fyrir endurskoðun viðmiða um þolmörk og hættumörk í starfsleyfum stóriðjuveranna á Grundartanga.
Þá er einnig farið fram á viðbragðsáætlun fyrir íbúa í nágrenni Grundartanga vegna hugsanlegra mengunarslysa þar og minnt er á mengunarslys í álverinu í ágúst 2006.
Afrit af bréfi Umhverfisvaktarinnar við Hvalfjörð, dags. 12. jan 2011, til Umhverfisstofnar fylgir í viðhengi. Það ásamt fréttatilkynningunni er sent umhverfisráðherra, umhverfisnefnd Alþingis, Landvernd, sveitarstjórnum Hvalfjarðarsveitar og Kjósar og bæjarstjórn Akraness.
F.h. Umhverfisvaktarinnar við Hvalfjörð
Ragnheiður Þorgrímsdóttir