Fréttatilkynning úr Kjósarhreppi
29.11.2007
Deila frétt:
Í Brynjudal og á Fossá í Hvalfirði er stunduð öflug framleiðsla jólatrjáa á vegum Skógræktarfélags Íslands og skógræktarfélaga í Kjósarsýslu.
Næstu helgar fram að jólum mun fara fram sala trjáa víðsvegar um land, úr ræktunarsvæðum skógræktarfélaga. (Sjá : http://www.skog.is/jolatre/)
Kjósarhreppur verður með jólamarkað í Félagsgarði helgina 8. og 9. desember í tengslum við söluna í Hvalfirði þar sem gestum og gangandi gefst kostur á að kaupa ýmsar vörur úr sveitinni auk þess sem boðið verður upp á heitt kakó og meðlæti.