Fara í efni

Fréttin af gaddi vegna flúorsmengunar frá Grundartanga vakti athygli

Deila frétt:

Lítil frétt hér á vefnum sem unnin var upp úr niðurstöðum umhverfisvöktunar fyrir iðnaðarsvæðið á Grundartanga fyrir rekstrarárið 2007 hefur vakið athygli fjölmiðla . Það var verkfræðistofan Mannvit sem vann skýrsluna fyrir Norðurál og Íslenska járnblendifélagið. Eins og fram kom í fréttinni hefur m.a flúormagn í sýnum sem rannsökuð hafa verið staðfest að um margfaldan styrk flúors er um að ræða frá því álbræðslan á Grundartanga tók til starfa.

Í yfirlýsingu frá Norðuráli kemur fram. þrátt fyrir orðalags skýrslunnar,:

 “Flúormagn í grasi utan þynningarsvæðis hefur ætíð verið undir viðmiðunarmörkum. Við skoðun á fé hafa aldrei fundist skemmdir eða kvillar sem rekja má til flúors, hvorki við almenna sýnatöku né þegar taka þurfti af allan vafa með nánari rannsóknum”.

Búfjáreigendur þurfa því ekki að hafa sérstakar áhyggjur, samkvæmt þessu, þrátt fyrir að magn flórs í beinum búpenings þeirra séu kominn upp fyrir þau mörk, sem viðurkennd eru, að geta talist skaðleg.