Fara í efni

Fréttir af hitaveitu

Deila frétt:

Þeir sem ætluðu að koma niður dælunni í borholuna við Möðruvelli í síðustu viku áttu fótum sínum fjör að launa þegar þeir opnuðu holuna. Krafturinn á vatninu var svo mikill að gosið var að minnsta 12m upp í loftið og í byrjun var vatnshraðinn  50-60 sek/l og fór síðan upp í 100 sek/l,  af ca 80 gráðu heitu vatni. Ekki reyndist hægt að koma dælunni niður í þetta sinn, en til stóð að þrýstimæla holuna.

Úlfar Harðarson helsti ráðgjafi Kjósarhrepps um hitaveitumál taldi réttast að hafa holuna opna yfir síðustu helgi og sjá til hver staðan yrði. Ákveðið var að mæla holuna á hverjum morgni og hefur rennslið minnkað um 2 sek/l á sólarhring. Í morgun var rennslið 16 sek/l en til að hægt sé að koma dælunni niður þarf rennslið nánast að hætta.

Stóra  spurning var samt sem áður hvort um jákvætt eða neikvætt vandamál væri um að ræða.

Þær einu sem njóta heita vatnsins úr holunni við Möðruvelli enn sem komið er, eru álftirnar, en þær njóta þess að liggja í volgum læknum og baða sig  í kuldanum.