Fara í efni

Fréttir af hitaveituframkvæmdum í Kjósinni

Deila frétt:

 

Undirbúningi hitaveitunnar miðar vel áfram.

 Bragi, tæknifræðingur hjá Stoð ehf, sem sér um hönnun á hitaveitukerfinu, verður aftur á ferðinni frá miðvikudeginum 26. ágúst fram til mánaðarmóta, til að halda áfram vinnu varðandi fullhönnun á lagnaleiðum.

Í för með honum og til aðstoðar er framkvæmdastjóri Kjósarveitna, Sigríður Klara.

 

 

Nú hefur verið lokið að heimsækja og ræða við um þriðjung íbúa og landeigenda. Þetta tekur sinn tíma en það er mat þeirra sem vinna að undirbúningi að þeim tíma er vel varið til þess að lagning hitaveitunnar verði gerð í eins mikill sátt og hægt er.

Nauðsynlegt er að festa niður lagnaleiðina sem fyrst, til að teikningar geti farið til umsagnar hjá Skipulagsstofnun, þar sem umsagnarferlið tekur nokkrar vikur.

Eftir að heimsóknum til íbúa lýkur, verður tekið til við að ræða við sumarhúsaeigendur.

 

Samhliða lagningu hitaveitunnar er gert ráð fyrir að leggja ljósleiðara. Viðræður við hugsanlega rekstraraðila hafa staðið yfir í nær ár, því miður er enn ekki komin endanleg niðurstaða. Þetta er flóknara rekstrarmál en virtist við fyrstu sýn, virða þarf samkeppnisreglur og margt að gerast varðandi ljósleiðaravæðingu að hálfu ríkisins, sem vonandi mun lækka væntanlegan kostnað.

Fréttir af ljósleiðaramálum verða fluttar þegar mál fara að skýrast, en eins og er liggja engin gögn fyrir sem hægt væri að byggja verðskrá á fyrir væntanlegt tengigjald ljósleiðara.

 

Nánari upplýsingar veitir Sigríður Klara, sigridur@kjos.is

 

Sigríður og Bragi, veita hvort öðru Að-Stoð Bílinn hans Braga, sem mun sjást víða um sveitina