Fréttir af hitaveitumálum
Þessa dagana er verið að vinna í hönnun á dreifikerfi væntanlegrar hitaveitu um Kjósina. Stefnt er að því að forhönnun verði lokið um miðjan maí og þá liggi fyrir nokkrar tillögur að lagnaleiðum ásamt framlegð hverrar útgáfu fyrir sig.
Áhugakönnunin sem nú er í gangi er mikilvægur þáttur í þeirri vinnu. Sérstaklega fyrir þau svæði sem eru á jaðrinum. Það getur skipt sköpum hver áhuginn er á hverjum stað hvernig dreifikerfið er hannað. Áhugi á hitaveitu þarf að ná amk 75% í stærstu sumarhúsahverfunum til að kostnaðurinn við að leggja um hverfið verði viðráðanlegur.
Við viljum þakka öllum þeim sem hafa svarað en heildarsvörun er einungis komin upp í 34% hjá sumarhúsaeigendum og 43% hjá lögbýlum. Til að könnunin sé marktæk þarf svarhlutfall að fara upp í 80%. Eilífsdalur/Valshamar er með bestu svörunina af helstu sumarhúsahverfunum, en betur má ef duga skal.
Vinsamlega gefið ykkur tíma núna til að svara könnuninni, sem er hér á síðunni til vinstri Kjósarveitur ehf - könnun (græni flipinn).
Viljið þið að ykkar svæði verði inn á skipulaginu ? Viljið þið hafa val um að tengjast hitaveitu og/eða ljósleiðara ?
![]() |
||
![]() |

