Fréttir af kvenfélagi Kjósarhrepps
15.10.2010
Deila frétt:
Fyrsti fundur vetrarins hjá kvenfélagi Kjósarhrepps var haldinn að Káranesi þriðjudagskvöldið 12. október. Góð mæting var á fundinn miðað við höfðatölu, en starfandi konur eru aðeins 13.
Hugum að markmiðum félagsins, en þau eru meðal annars að stuðla að samvinnu félagskvenna og félagslegri þekkingu. Efla hverskonar sjálfsbjargarviðleitni með fræðslu um heimilisiðnað, heimaræktun og matreiðslu og styrkja sérhverja viðleitni til aukinnar menningar með fundarhöldum, viðræðum, fyrirlestrum og námskeiðum. Auka starfsemi félagsins og færa út starfssvið þess eftir ástæðum og kynnast samskonar starfsemi í öðrum héruðum og efla þannig þekkinguna. Aðalmarkmiðið eru nú samt sem áður að veita styrkir til góðgerðamála.Kvenfélag Kjósarhrepps varð 70 ára 15. mars sl. og af því tilefni buðu konur íbúum sveitarfélagsins til kaffidrykkju í Félagsgarði og gáfu konur einnig í sama tilefni meðferðarbekk til Reykjalundar og heyrnarmælingatæki fyrir ung börn til Heilsugæslunnar í Mosfellsbæ.
Margt er á döfinni hjá kvenfélagskonum í vetur og hæst ber að þær huga á útrás og er stefnan sett á Wiesbaden í Þýskalandi 25. nóvember.
Formaður kvenfélagsins í dag er Hulda Þorsteinsdóttir og formaður vinnuflokksins næsta vetur er Hildur Axelsdóttir