Friðsælt í Kjósinni
20.11.2007
Deila frétt:
Kjósarhreppur er fámennasta sveitarfélagiðí umdæmi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en íbúar þess eru um 200. Ástandið í hreppnum er almennt gott og afbrot eru afar fátíð. Þetta kom fram á fundi sem lögreglan hélt í Ásgarði í gær en hann sóttu ýmsir forystumenn í Kjósarhreppi. Líkt og á fyrri fundum, sem lögreglan hefur staðið fyrir á undanförnum vikum, var farið yfir stöðu og þróun mála. Stefán Eiríksson lögreglustjóri hafði um það nokkur orð en Hörður Jóhannesson svæðisstjóri fór síðan nánar yfir hvern brotaflokk. Loks gerði Egill Bjarnason yfirlögregluþjónn grein fyrir umferðarmálum og síðan var orðið gefið frjálst.

Stefán Eiríksson lögreglustjóri og Sigurbjörn Hjaltason