Fara í efni

Frístundastyrkir fyrir börn og unglinga

Deila frétt:
Frístundastyrkur
Frístundastyrkur

Frístundastyrkir fyrir börn og unglinga

Kjósarhreppur styrkir frístundaiðkun allra barna og unglinga á aldrinum 3-18 ára með lögheimili í Kjósarhreppi með fjárframlagi á móti kostnaði við frístundaiðkun.

Hægt er að ráðstafa styrknum gegnum flest frístundakerfi frístundafélaga í þeim tilfellum er valið að nýta frístundastyrk um leið og barn er skráð hjá félaginu. Styrk til annarra félaga þarf að skrá gegnum MÍNAR SÍÐUR.

Frístundatímabilið 2020

Börn fædd á árunum 2002 til 2014 eiga rétt á frístundastyrk á frístundatímabilinu 1. janúar til 31. des 2020. Þar að segja fyrir börn og ungmenni sem verða 6 ára og 18 ára á árinu, börn sem eru að hefja nám í fyrsta bekk grunnskóla til og með unglinga á öðru ári í framhaldsskóla. Sé barn orðið 18 ára sækir það sjálft um gegnum MÍNAR SÍÐUR.

Börn fædd á árunum 2015 til 2017 eiga rétt á frístundastyrk á frístundatímabilinu 1. janúar til 31. des 2020.

Upphæð frístundastyrks

Frístundastyrkurinn 2020 er 60.000 kr. Aldurshópin 6 ára til 18 ára, fyrir aldurshópinn 3 ára til 6 ára eru 30.000 kr.

Vegna breytinga á frístundatímabilinu hefur það verið tryggt að hafi frístundastyrkurinn ekki verið fullnýttur fyrir áramótin 2019-2020 þá leggst sú upphæð óskert til ráðstöfunar árið 2020. 
Nánari upplýsingar veitir starfsfólk á skrifstofu Kjósarhrepps og einnig er hægt að nálgast frekari upplýsingar hér