Fara í efni

Frítt í golf í Hvammsvík á Kátt í Kjós

Deila frétt:

Í Hvammsvík er afbragðs aðstaða til útivistar fyrir alla fjölskylduna . Þar er níu holu golfvöllur, hæfilega erfiður og hentar vel byrjendum sem og þeim sem lengra eru komnir í golfíþróttinni. Fyrir þá sem vilja renna fyrir fisk er vatn í Hvammsvíkinni, blanda af ferskvatni og sjó. Í vatnið er sleppt regnbogasilungi og veiðimenn geta keypt 5 fiska kvóta sem nota má til 20 september 2009.
  Fyrirtaks aðstaða er á svæðinu fyrir fjölskyldur sem og starfsmannahópa en í Hvammsvík er tjaldsvæði, fullbúin grillaðstaða og aðstaða til að matast, jafnt innan dyra sem utan.
  Í Hvammsvík er mjög góð aðstaða til að stunda kajak siglingar í sjó og geta hópar pantað ferð ásamt leiðsögumanni með nokkurra daga fyrirvara. Í fjörunni er mikið um krækling og tilvalið að taka góðan göngutúr um svæðið. Fuglalífið í Hvammsvíkinni er einnig einstakt og fuglaskoðarar ættu að una sér vel á svæðinu.
 
ÍTR sér um rekstur á svæðinu í Hvammsvík sumarið 2009 og er hægt að leita sér upplýsinga um svæðið á heimasíðunni www.hvammsvik.is  , með því að senda tölvupóst á hvammsvik@itr.is  eða með því að hringja í síma 566-7023
 
Laugardaginn 18. júlí er frítt á golfvöllinn; 20% afsláttur af veiðileyfum