Fróðlegur jólavefur skógræktarfélaganna opnaður
10.12.2007
Deila frétt:
Skógræktarfélag Íslands hefur opnað vefsíðu með upplýsingum um íslensk jólatré en ræktun jólatrjáa er mikilvæg tekjulind skógræktarfélaganna í landinu. Með því að velja íslenskt jólatré styrkir sá hinn sami skógræktarstarf á Íslandi því fyrir hvert selt jólatré geta skógræktarfélögin gróðursett 30-40 ný tré. Bent er á að íslensk jólatré eru umhverfisvænn kostur og að engin eiturefni séu notuð við ræktun jólatrjáa á Íslandi.
Síðan er aðgengileg á heimasíðu félagsins á slóðinni www.skog.is/jolatre