Fara í efni

Fróðleikur úr Kjós

Deila frétt:

Kjósin er austan og sunnan Hvalfjarðar. Sýslumörk Gullbringu- og Kjósarsýslu og Borgarfjarðarsýslu eru við Botnsá sem rennur úr Hvalvatni, dýpsta vatni á Íslandi. Í henni er fossinn Glymur, hæsti foss landsins.

Kjósin er um 300 ferkílómetrar að stærð. Landbúnaður er aðal- atvinnugrein hreppsins. Um 600 sumarhús eru í hreppnum og íbúðarhúsum fjölgar ört og er sótt vinna frá þeim mörgum hverjum utan sveitar.

Kiðafellsá er hreppamörk á milli Kjalarness og Kjósar. Kjósin er að stærstum hluta friðlýst. Steðji innan Hvammsvíkur, stundum kallaður Staupasteinn, er náttúruvætti.