Fara í efni

Fundað um Kátt í Kjós

Deila frétt:

Góð þátttaka var á fundi aðstandenda Kátt í Kjós, sem haldinn ver í Félagsgarði 17. Desember, Tilgangur fundarins var að fara yfir reynslu fyrri ára að deginum og huga að framhaldi. Eindreginn vilji kom fram að láta ekki staðar numið, heldur að bæta enn í. Sumir fundarmenn vildu jafnvel láta viðburðinn ná til tveggja daga m.a. til að draga úr álagi, en svo mikill fjöldi fólks heimsóttu sveitina að um örtröð var um að ræða í Félagsgarði. Niðurstaða varð sú færa opnunartíma fram í það minnsta í Félagsgarði til kl. 11:00 þannig að gestum gæfist rúm á að heimsækja fleiri staði. Þá kom fram tillaga um að skipa sérstakan undirbúningshóp fyrir daginn, Jafnframt voru fundarmenn sammála um að tímasetning væri hentug, eða hálfum mánuði fyrir Verslunarmannahelgi, sem kemur uppá 18. Júlí, Hugmynd kom líka upp um að hafa sérstakan markaðsdag í Félagsgarði þegar líða tæki á haustið, þannig að fleiri  tegundir matvæla gæti verið í boði.