Fara í efni

Fundur með íbúum 67 ára og eldri

Deila frétt:
Kjósin fagra
Kjósin fagra

Fundur með íbúum 67 ára og eldri föstudaginn 22. nóvember kl. 15:00

Oddviti Kjósarhrepps hefur falið Guðnýju G. Ívarsdóttur að bjóða öllum íbúum 67 ára og eldri í Ásgarð föstudaginn næstkomandi þann 22. nóvember kl 15:00 til skrafs og ráðagerða um  einhvers konar félagsstarf í vetur. Hvað er hægt að bjóða þér íbúi góður?

Magnús B Jónsson, fyrrverandi skólastjóri á Hvanneyri og núverandi formaður félags eldri borgara í uppsveitum Borgarfjarðar, mun koma á fundinn og gera grein fyrir starfi félags þeirra í Borgarfirðinum sem er mjög öflugt.

Spurning er hvort áhugi sé á að stofna félag um félagsskapinn – félag eldri íbúa í Kjósarhreppi.

Kaffi og veitingar eru í boði og vonast er að sem flestir sjái sér fært að mæta og hafa áhrif á málefni eldri Kjósverja.