Fyrsta fuglaskoðunarferðin í Kjós tókst vel
06.05.2007
Deila frétt:
Farið var í fuglaskoðunarferð um Kjósina í gær . Þátttakendur komu saman við Kaffi-Kjós og héldu á stað undir leiðsögn Björns Hjaltasonar á Kiðafelli. Fyrst var fuglalíf á Meðalfellsvatni kannað og var þar á meðal annarra fugla dílaskarfur. Við Káranes-og Hurðabaksef var gnógt fugla að venju, enda svæðið eitt það allra mikilvægasta sem búsvæði fugla í hreppnum.