Fyrsta skóflustungan að stöðvarhúsi Kjósarveitna
20.05.2016
Deila frétt:

Næsta sunnudag - 22. maí, kl. 14, verður tekin fyrsta skóflustungan að stöðvarhúsi Kjósarveitna á athafnasvæði hitaveitunnar við Möðruvelli. Nánar tiltekið við hitaveituholu MV-19 (eldri holan, þar sem hvíti gámurinn er).
Í upphafi verður Þórólfur Hafstað, frá Íslenskum orkurannsóknum (ÍSOR), með lifandi frásögn af óbilandi trú jarðvísindamanna á að Kjósin myndi einn daginn vera hituð upp með jarðhitavatni.
![]() |
||
![]() |
||
Síðan verður tekin fyrsta skóflustungan að stöðvarhúsinu og spjallað um framtíðina.
Doddi mætir á Tuddanum með sjóðheita hamborgara.
Allir velkomnir - sjáumst á sunnudaginn kl. 14
KJÓSARVEITUR EHF

