Fara í efni

Fyrsti hluti stofnlagnarinnar kominn í jörð

Deila frétt:

 

 

Hitaveituframkvæmdir ganga ágætlega.

Breyta þurfti aðeins verkáætlun meðan beðið var eftir ljósleiðararörum af réttum sverleika.

 

Nú er búið að grafa niður 1,6 km af sverustu stofnlögninni frá Möðruvöllum að Sandi.

Einnig 1,2 km af heimæðum á svæðinu frá Stangarholti að Sandi/Sandslundi. Auk þess er búið að klára lagningu röra að um 20 frístundahúsum við Hjarðarholts-, Dælisár- og Holtsveg.

 

ATH!  Búast má við töfum á

mánudag, 27. júní, eða þriðjudag, 28. júní, 

þegar loka þarf veginum inn að Sandi á meðan verktakar koma hitaveitu- og ljósleiðaralögnum undir veginn.

Nánari tímasetning verður auglýst þegar hún liggur fyrir.

 

Með góðum kveðjum f.h. Kjósarveitna ehf.

Kjartan Ólafsson, GSM: 853-2112 og

Sigríður Klara, GSM: 841-0013

 

 

 

 

 

 

Opinn skurður
Frágenginn skurður