Fara í efni

Fyrstu hitaveiturörin komin í Kjósina

Deila frétt:

 

 Fyrsta sending af hitaveiturörum kom í Kjósina í dag

 23. mars 2016.

Tekið var á móti nær 100 lagnarörum frá danska fyrirtækinu LOGSTOR A/S, öll 16 metrar að lengd og því vandasamt verk.
Verðmæti fyrstu sendingar eru 15 milljón krónur með vsk.

Verkinu stýrði Sigurður Ásgeirsson - Hrosshóli, stjórnarmaður Kjósarveitna

 

Athafnasvæði Kjósarveitna er að Möðruvöllum og verður mest allt lagnaefni geymt þar. Önnur sending kemur strax eftir páska.

 

Stjórn Kjósarveitna hefur ákveðið að hafa sérstakan fund í byrjun apríl með eigendum lögbýla og íbúum sveitarfélagsins varðandi hitaveitumál.
Ræða þarf tengingar vegna útihúsa, samninga við landeigendur, styrk frá Orkusjóði og fleira. Dagsetning liggur ekki fyrir, verður auglýst síðar.

 

Með óskum um gleðilega páska.
Stjórn Kjósarveitna ehf

 

Allt klárt til móttöku að Möðruvöllum.

Sigurður Ásgeirsson Hrosshóli

Fyrsti farmur nálgast,

Eimskip sér um flutningana

Mikilvægt er að vel sé raðað ... og hífa rólega !

Jón Steinar og Sigurður, með

heimasmíðaða lausn fyrir verkið