Gítarhátíð í Bæ.
Föstudaginn 26 ágúst komu starfsmenn í Marel og fjölskyldur þeirra saman í Bæ. Tilgangurinn var að slá met í fjölda gítarleikara að spila við varðeld.
Alls komu um 250 manns þar af milli 70 og 80 sem spiluðu á gítara. Var eldra íslandsmet auðveldlega slegið en að voru aðeins um 25
manns. Byrjað var á að grilla hamborgara í liðið, því næst kveikt í heljar bálkesti og síðan sungið fram eftir kvöldi.
Bæði Guðmundur og Guðný komu sem fulltrúar Kjósarhrepps til að sjá til að allt færi sómasamlega fram, haft var eftir Guðmundi
að hann hefði oft séð mikið af rollum í Bæ, en aldrei svona margt fólk.
Í samtali við Hauk Þorvaldsson sagðist hann sannfærður um að hann hefði séð glampa af bálinu alla leið til Bandaríkjanna.
Þetta er í annað skiptið sem þessi gjörningur fer fram í Bæ og var mun meiri þátttaka nú en fyrir tveimur árum og stefnir í að þetta verði reglulegur viðburður. Það má geta að Marel er vinnustaðurinn hjá Pétri í Bæ.