Fara í efni

Gjaldskylda á endurvinnsluplani

Deila frétt:
Endurvinnsluplan að Hurðabaksholti
Endurvinnsluplan að Hurðabaksholti

Gjaldskylda á endurvinnslustöð að Hurðabaksholti Kjós.

Frá og með 27. janúar 2021 verður tekin upp gjaldskylda á endurvinnsluplani Kjósarhrepps fyrir tiltekin úrgangsefni frá heimilum og fyrirtækjum. Áfram verða þó fjölmargar tilgreindar tegundir úrgangsefna undanþegnar gjaldskyldu eins og verið hefur.

Gjaldtaka á endurvinnslustöðvunum verður samkvæmt rúmmáli.  Gjaldskrá

Afgreiðsluferli:

  1. Starfsmaður tekur á móti viðskiptavini í hliði við komu á endurvinnslustöð.
    Viðskiptavinur gerir grein fyrir úrgangstegundum sem komið er með á stöðina.
  2. Greitt er fyrir gjaldskyldan úrgang eftir rúmmáli, sé um slíkan úrgang að ræða.
  3. Úrgangur er losaður í viðeigandi gáma samkvæmt leiðbeiningum starfsmanns.

Eingöngu er hægt að greiða með debet- og kreditkortum.

Úrgangur skal vera flokkaður við skil á endurvinnslustöð.