Fara í efni

Góð þátttaka á "Kátt í Kjósinni"

Deila frétt:

Viðburðurinn “Kátt í Kjós” tókst með ágætum sl. laugardag. Veðrið var með eindæmum gott, sennilega besti dagur sumarsins. Gríðarlegur mannfjöldi kom í Félagsgarð og er það mat manna að í engan tíma fyrr hafi verið fleira fólk þar saman komið. Sömu sögu er að segja frá stöðunum sem voru opnir, að gestafjöldi hafi verið ýfið meiri en fyrir ári. Markaðsvæðið í  Félagsgarði reyndist full lítið fyrir þann mannfjölda sem þar var og urðu sumir frá að hverfa. Jafnframt reyndist erfitt að fá stæði fyrir bifreiðar innan svæðis og var þeim lagt í vegköntum frá Laxárnesi að Laxá.