 |
| Þetta er ekki grasbítur-farvel |
Brotajárnssöfnun fór fram í á vegum hreppsnefndar í Kjósarhreppi 18. september. Auglýst hafði verið hér á síðunni að söfnun færi fram og voru íbúar beðnir um að tilkynna sig inn í hreinsunnarátakið. Fjölmörgum gámum hefur verið komið fyrir heim á bæjum og fylltir þar. Lokahnykkurinn var svo að senda bíl með krana, til að fjarlægja það sem illa kemst í gáma. Það tekur ekki nema einn dag að láta það járnarusl hverfa sem fólk er búið að láta ergja sig til fjölda ára og myndi gera um áraraðir ef ekkert væri að gert.
Þeir sem ekki hafa enn tilkynnt þátttöku geta gert það til skrifstofu Kjósarhrepps.