Fara í efni

Góðar fréttir af bættum samgöngum í Kjósinni

Deila frétt:

 

Á vef Innanríkisráðuneytisins eru góðar fréttir af bættum samgöngum í Kjósinni og víðar.

 

"Ríkisstjórnin ákveður að verja 1,8 milljörðum króna til brýnna úrbóta á vegakerfinu


Liður í því eru framkvæmdir við Dettifossveg, Kjósarskarðsveg, Uxahryggjaveg og Kaldadalsveg, sem gerðar eru mögulegar með því viðbótarframlagi til vegamála sem ríkisstjórnin samþykkti í morgun. Verkefnin eru mikilvægar vegabætur sem lengi hefur staðið til að hrinda í framkvæmd en ítrekað verið frestað. Verkefnin eru öll tilbúin til útboðs með litlum fyrirvara. Alls verður 1,3 milljörðum króna varið til þessara fjögurra verkefna sem Vegagerðin mun hafa umsjón með.

......

 

Um Kjósarskarðsveg
Endurbygging Kjósarskarðsvegar hefur lengi verið talin brýn. Með fjárveitingunni sem ríkisstjórnin leggur til er hægt að flýta henni um eitt ár frá því sem áður var áætlað. Kjósarskarðsvegur tengir Þingvelli við Hvalfjörð og Vesturland. Með uppbyggingu hans er hægt að dreifa betur álagi vegna ferðamanna, auk þess sem nýr Kjósarskarðsvegur mun þjóna betur byggð á svæðinu. Stefnt er að því að endurbyggja á árinu 2015 ríflega helming þess hluta vegarins sem eftir er og leggja á hann bundið slitlag. Hægt er að bjóða út verkið fljótlega. "


Ástand vegarins hefur verið skelfilegt síðastliðin ár eins og ítrekað hefur verið bent á af heimamönnum.

Margir ökumenn hafa lent í vandræðum og ekki allir eins heppnir og meðfylgjandi mynd sýnir, að ekki sé minnst á hvað svona vegir fara illa með bíla dags daglega.

 

Sjá má fréttina sína í heild sinni hér

 

Ástand vegarins er orðið mjög slæmt
Snarræði bílstjórans bjargaði að ekki færi verr