Fara í efni

Góðar þakkarkveðjur berast í Kjósarhrepp

Deila frétt:

Þetta barst til vefumsjónar: 


Við hjónin þökkum alúðlegar og höfðinglegar móttökur í Kjósinni í dag. Markaðurinn, sem allt eins vel hefði mátt nefna sýningu handverks og listmuna auk kynningar úrvals matvara, kom mér að óvart sakir umfangs og fjölbreytni. Okkur tókst að koma við á öllum bæjunum, nema við slepptum Reynivöllum og Hvammsvík, og spjalla við húsráðendur og fræðast af þeim og þiggja góðgjörðir. Það er ánægjulegt að sjá hversu vel er ennþá búið á mörgum bæjum í Kjósinni.
Það sem ég gæti helst hugsað mér að lítið kunnugir hafi saknað er það, að ekki voru í kynningarbæklingnum eða á netinu tilgreind nöfn húsráðenda á bæjunum þar sem tekið var á móti gestum. Stutt æviágrip þeirra í dagskránni hefðu af mörgum verið vel þegin.
Þið eigið þakkir skildar fyrir framtakið og hversu vel var að þessu öllu staðið. Til lukku með það hversu þetta heppnaðist allt saman vel.

Með kveðju

Már Pétursson