Fara í efni

Góðir styrkir frá Kjósverjum til MBFM

Deila frétt:

Hlauparar fyrir verkefnið "Meðan fæturnir bera mig" fór um Kjósina í morgun, en hlaupið er til styrktar krabbameinssjúkum börnum. Konur úr kvenfélagi Kjósarhrepps fjölmenntu við Laxárbrú til að hitta hlauparana og færa þeim kr. 30.000.- 

Fulltrúi sveitarfélagsins var einnig á staðnum en hreppsnefnd hefur ákveðið að gefa kr. 50.000.- til styrktar börnunum.  

Kvenfélagskonur ákváðu að hlaupa með og er ein þeirra hér með þeim, rauðklædd.