Fara í efni

Göngustígur meðfram Meðalfellsvegi

Deila frétt:

Verið er að leggja lokahönd á fyrsta áfanga göngustígar meðfram  Meðalfellsvegi en vinna við hann hófst 5. júlí og mun ljúka í dag, þann 18. Margir höfðu líst áhyggjum sínum vegna þess að eftir þessum vegi er mikil umferð, oft hröð og fólk á ferð á sama tíma þó að þarna sé aðeins 50 km hámarkshraði.

Kjósarhreppur ákvað að fara í það að leggja göngustíg þarna meðfram í samvinnu við Vegagerðina, en fyrirhuguð staðsetning er á veghelgunarsvæði hennar.

Kristján Finnson á Grjóteyri tók að sér að móta og hanna stíginn og er það mál manna að vel hafi tekist til.

Ákveðið var að taka á móti fimm manna hópi frá sjálfboðaliðasamtökunum SEEDS í verkið og var þeirra verkefni  að grjóthreinsa, slétta og sá í stíginn. Þessi  hópur er frá Lettlandi, Ítalíu, Spáni og Bandaríkjunum og höfðu  þau aðsetur í Ásgarði. Unglinga- og námsmannavinna hreppsins komu einnig að verkinu.