Grenjaleit og vinnsla í Kjósarhreppi 2010
05.10.2010
Deila frétt:
Leit og vinnsla grenja stóð yfir í júní og júlí og gekk það ágætlega þetta árið. Unnin voru 4 greni í Kjós og voru þau í Hvítanesdölum, Eyrarfjalli, Meðalfelli og Eyjadal.
Náðst hafa samtals það sem af er árinu, 23 fullorðin dýr og 23 yrðlingar.
Einnig hafa náðst á sama tímabili 24 minkar í sveitarfélaginu